Blog

Laugardag 25. September 2010
- Bréf frá kennari Nú ættu allir spóar að vera komnir með heimalestrarbók í töskuna sína. Gott er að lesa heima 5 daga vikunnar og muna að lesa hverja bls. 3x. Ekki gleyma að tala um hljóð stafanna þegar þið eruð að lesa.

Við erum búin að læra tvo stafi í vikunni Ll og Tt. Hvet ykkur til að rifja upp hljóð stafanna heima og svo er alltaf gaman að reyna að finna þá í umhverfinu.

Árgangnum var skipt upp í fimm lestrarhópa í vikunni. Við erum búin að hittast einusinni og okkur líst vel á hópana. Við gáfum hópunum risaeðlunöfn og röðum í þá eftir lestrarfærni nemenda.

Í sprota unnum við með mælingar.

Nýtt heimanám er komið í töskurnar, nú er það sögugerð „skólinn minn. Gott að ræða aðeins um skólann áður en þau byrja að skrifa. Hvað skólinn heitir, hvað bekkurinn heitir, frímínútur o.s.frv.

Það verður fjör hjá okkur í Salaskóla í næstu viku. Mánudagur og þriðjudagur eru hefðbundnir dagar. Á miðvikudegi og fimmtudegi verða fjölgreindarleikarnir. Þá skiptum við öllum skólanum upp í hópa þannig að hver hópur samanstendur af nemendum úr 1.-10. bekk. Elstu nemendurnir verða leiðtogar hópanna og gæta yngri nemendanna. Á föstudeginum verður starfsdagur kennara og því enginn skóli hjá nemendum.

Góða helgi - Dagbjört
Comment? Bangsiland.com


Laugardag 18. September 2010
- Bréf frá kennari Í vikunni unnum við með stafina Íí og Ss. Nú gátum við látið stafina sem við höfum lært heilsast og búið til stutt orð úr þeim.

Spóarnir með fyrsta heimnámið sitt í dag ásamt bæklingum sem ég gleymdi að afhenda ykkur í gær. Annar bæklingurinn er í tengslum við Olweus- eineltisstefnu sem Salaskóli vinnur eftir og hinn er um námsráðgjöf í Salaskóla.

Ég vil þakka öllum þeim sem mættu á fundinn í gær. Þrír bekkjarfulltrúar buðu sig fram- þeirra hlutverk verður að halda utan um bekkjarskemmtanir utan skólatíma.

Ýmis mál voru rædd eins og afmælisboð- foreldrar þurfa að gæta þess að enginn sé út undan. Bjóða öllum stelpum eða strákum nú eða öllum bekknum. Foreldrar ræddu um samræmingu í afmælisgjöfum- að miða við 500 krónu gjöf.

Ég mæltist til þess að við myndum prófa að sleppa nestisboxunum næstu tvær vikurnar og láta ávextina í skólanum duga. Krakkarnir tóku líka vel undir það í dag og ég sá að allir fengu sér melónu í ávaxtastundinni.

Heimalesturinn er að komast á stað- nokkrir spóar fóru með fyrstu heimalestrarbókina sína í dag. Þið látið mig vita ef ykkur finnst þyngdarstig bókarinnar ekki hæfa ykkar barni.

Góða helgi - Dagbjört
Comment? Bangsiland.com


Laugardag 11. September 2010
- Bréf frá kennari Sælir spóaforeldrar

Við erum búin að læra um stafinn Aa í vikunni og orðmyndina „og“. Hvet ykkur til að finna orð með ykkar barni sem innihalda stafinn Aa og æfa hljóðið saman.

Í sprota erum við að vinna með formin. Við tölum um hring, ferhyrning og þríhyrning. Þau hafa unnið falleg listaverk úr þessum þremur formum og unnið verkefni í útikennslu tengd formunum.

Þemavinna er farin á stað hjá okkur. Þar er unnið út frá sögurammanum Skólinn okkar. Við byrjuðum á að kynna okkur starfsfólk skólans og hvað hver starfsmaður gerir.

Á mánudaginn verða falla íþróttir niður og ég sé um spóana í þeim tíma.

Fimmtudaginn 16. september verður námsefniskynning hjá 1. bekk frá klukkan 17:30-18:30. Kynningin byrjar í Klettagjá- sal skólans og í lokin ætla ég að hitta ykkur spóaforeldra í stofu barnanna þar sem við getum átt stutt spjall saman. Fundurinn er einungis ætlaður foreldrum.

Góða helgi - Dagbjört
Comment? Bangsiland.com


Föstudag 3. September 2010
- Bréf frá kennari Komið þið sæl.

Í þessari viku unnum við áfram með stafinn Áá. Við unnum einnig með orðmyndina þetta er ég. Stafakönnun gengur vel og við munum sennilega ljúka henni í þessari viku. Þau eru búin að fá stærðfræðibók sem heitir Sproti og eru mjög áhugasöm í henni.

Við erum byrjuð með hringekju sem við köllum „leikur að læra“. Þar skiptum við öllum árgangnum upp í fimm hópa. Þau fara tvisvar í viku og eru eina kennslustund í senn. Viðfangsefnin eru hlutbundin stærðfræði og íslenska, enska, leikræn tjáning og bókasafn/tölvur sem Kristín Björk kennari á bókasafni tekur að sér. Þetta gengur mjög vel og krakkarnir duglegir að blanda sér í nýja hópa.

Spóarnir fóru með bréf heim frá hjúkrunarfræðingnum sem er ætlað ykkur foreldrar. Endilega kíkið á það sem fyrst og sendið til baka.

Sundið er byrjað af fullri alvöru- allir verða að muna að koma með sundföt á föstudögum. Eins er mikilvægt að vera klæddur eftir veðri hvern dag því við förum alltaf í útivist.

Fimmtudaginn 16. september verður námsefniskynning hjá okkur kennurum í 1. bekk. Kynningin verður í Klettagjá, sal skólans. Ég minni á að heimalestur og heimanám fer ekki á stað fyrr en eftir þá kynningu.

Góða helgi

Kveðja - Dagbjört
Comment? Bangsiland.com


Föstudag 27. August 2010
- Bréf frá kennari Sælir spóa foreldrar.

Fyrsta skólavika spóa hefur farið vel á stað. Við lærðum fyrsta staf vetrarins í dag sem er Áá, við lærðum að þegar við skrifum stafi byrjum við alltaf uppi á stöfunum. . Gott er að ræða líka um stafinn heima, finna orð sem innihalda Áá og velta fyrir sér hvernig hljóðið hans er. Í skólanum tölum við um rauða (sérhljóða) og græna (samhljóða) stafi. Áá er einmitt rauður stafur og fór því í rauða kerru í stafalestinni.

Þau eru að æfa sig í að halda utan um hlutina sína. Hvað á að vera í körfunni á borðinu og setja hlutina á réttan stað. Þetta gengur mjög vel og ég sé að flestir eru tilbúnir með rétta hluti á borðunum sínum í byrjun dags- fljót að læra. .

Nestið hefur gengið vel og eru krakkarnir duglegir að borða ávexti. Við erum búnar að útbúa matsal á hæðinni okkar þar sem eingöngu 1. bekkur borðar. Hádegismaturinn gengur vel og nú eiga allir sitt merkta sæti sem verður þeirra sæti fram á vor. .

Erum byrjuð að nota leirinn og væri gott að þeir sem eiga eftir að koma með box undir hann geri það sem fyrst því að þau eru betri geymslustaður fyrir hann en pokar. .

Í næstu viku byrja ég að leggja stafakönnun fyrir þau. Töskurnar verða hálftómar áfram en við sendum ekki heimanám heim fyrr en eftir haustkynningu sem verður í byrjun september. .

Svo minni ég alla á að vera stundvísir svo við getum byrjað skóladaginn á sama tíma. .

Duglegir og flottir krakkar sem þið eigið. .

Góða helgi Kveðja - Dagbjört
Comment? Bangsiland.com


Tuesday 24. August 2010
- Ég er tilbúin Stórasti daman í heimin, byrjað í skóla og alles:)

school

Til að sjá fleiri myndir smelltu hér
Comment? Bangsiland.com


To the top


Copyright © Bangsiland.com 2004-2010

Valid Html 4.01 Valid CSS 2